Maylandia callainos 

Hængurinn er litmeiri og með hvassari bak og gotraufarugga, því miður hef ég ekki átt þessa tegund lengi og ekki getað fengið hana til landsins en það hlítur að breytast, Í Malawi vatni eru nokkur litarafbrigði út í perluhvítt og ob en þau eru full lík perluhvítum og ob fiskum frá M. estherae og eru því sjaldan í búrum  

Hrygnan litminni og með rúnaða ugga og litla eggjabletti og þekkist einfaldlega þegar fiskarnir eru kynþroska en seiðin líta eins út til að byrja með í uppvextinum 

Þessi hængur er ljósari og meira út í hvíta afbrigðið.
Ástæða þess að mörg afbrigði af sömu tegundum finnast í Malawi vatni er að vatnið er gríðarlega stórt, og lifa fiskarnir á einangruðum stöðum við strönd og eyjar sem eru víða, en á milli þessara staða getur verið löng vegalengd, og mikið af stærri ránfiskum sjá til þess að þeir sem fara of langt frá sinni eyju enda sem snakk, og þess vegna koma fram litarafbrigði á löngum tíma og þróast þau oft í sitt hverja áttina 

Twitter
Youtube
Scroll to Top